Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini.
ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og rekur fimm verslanir í dag ásamt einni stærstu vefverslun landsins. Verslanir ELKO eru staðsettar í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Akureyri.
Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Verslanir Krónunnar eru 26 talsins, auk Snjallverslunar.
Lyfja vinnur að því markmiði að lengja líf og auka lífsgæði. Lyfja starfrækir 45 apótek um allt landið auk vefverslunar og apps.
N1 er orkusali Festi samstæðunnar og sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land.
Yrkir eignir annast rekstur og umsýslu fasteigna sem tilheyra samstæðu Festi, ásamt því að þróa bæði eignir og lóðir með það fyrir augum að auka verðmæti þeirra og arðsemi.