Stjórn og nefndir

Stjórn

Guðjón Reynisson

Stjórnarformaður

Sigurlína Ingvarsdóttir

Varaformaður

Guðjón Auðunsson

Stjórnarmaður

Hjörleifur Pálsson

Stjórnarmaður

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður
Endurskoðunarnefnd

Stjórn Festi hf. skipar árlega þrjá nefndarmenn í endurskoðunarnefnd, þar af tvo stjórnarmenn, og skal meirihluti nefndarmanna vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Guðjón Auðunsson
Björgólfur Jóhannsson
Sigurlína Ingvarsdóttir

Endurskoðunarnefnd er ætlað að leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði við endurskoðun þess. Nefndin hefur eftirlit með vinnuferli við gerð reikningaskila, áhættugreiningu, virkni innra eftirlits auk innri og ytri endurskoðunar.

Í nefndinni sitja Guðjón Auðunsson, Björgólfur Jóhannsson og Sigurlína Ingvarsdóttir. Guðjón og Sigurlína eiga bæði sæti í stjórn Festi.

Starfskjaranefnd

Stjórn hefur skipað starfskjaranefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu, sem tekin skal til endurskoðunar ár hvert og lögð fyrir aðalfund félagsins.

Margrét Guðmundsdóttir
Hjörleifur Pálsson
Guðjón Reynisson

Skal nefndin jafnframt fylgjast með að starfskjör æðstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnu félagsins og gefa stjórn skýrslu þar um árlega í tengslum við aðalfund. Stjórn félagsins skal kjósa þrjá menn til setu til eins árs í starfskjaranefnd og skulu þeir allir vera óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess. Í starfskjaranefnd mega óháðir stjórnarmenn eiga þar sæti en aldrei forstjóri félagsins eða aðrir starfsmenn. Haft skal að leiðarljósi að nefndarmenn hafi reynslu og þekkingu á viðmiðum og venjum við ákvörðun starfskjara stjórnenda. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Í starfsreglum stjórnar skal kveðið á um störf nefndarinnar og starfsreglur nefndarinnar staðfestar af stjórn ár hvert.

Í starfskjaranefnd sitja Hjörleifur Pálsson, Guðjón Karl Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir. Formaður nefndarinnar er Hjörleifur Pálsson.

Tilnefningarnefnd

Hjá Festi hf. starfar tilnefningarnefnd, sem hefur það hlutverk að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins.

Inga Björg Hjaltadóttir
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því, að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri hæfni, þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar í á hverjum tíma.
Tilnefningarnefnd er skipuð þremur mönnum til eins árs í senn. Meirihluti nefndarinnar er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Við mat á óhæði nefndarmanna er miðað við sömu sjónarmið og þegar óhæði stjórnarmanna er metið, sbr. leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja (hér eftir nefnt „leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja“). Í það minnsta einn nefndarmanna skal vera óháður stórum hluthöfum félagsins.

Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum hjá Festi hf. og leggur tillögur sínar fyrir hluthafafund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Í störfum sínum skal nefndin hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi.

Tilnefningarnefnd leggur fram rökstudda tillögu um kosningu stjórnarmanna í félaginu, þar sem m.a. er horft til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar. Þess skal gætt að tillagan samræmist ákvæðum laga um hlutafélög og samþykkta félagsins um skipan stjórnar.

Tilnefningarnefnd skipa Inga Björg Hjaltadóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Fyrirspurnir sendist á netfangið tilnefningarnefnd@festi.is.

Endurskoðendur

Í samþykktum Festi er kveðið á um það að á aðalfundi félagsins skuli kjósa löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til eins árs í senn. Þremur vikum fyrir aðalfund félagsins skal birta ársreikning, skýrslu stjórnar og skýrslu endurskoðanda.

Endurskoðandi skoðar fjárhagsuppgjör félagsins og öll viðeigandi fjárhagsgögn fyrir hvert rekstrarár og hefur í þeim tilgangi aðgengi að öllum gögnum félagsins.

Deloitte ehf., kt. 521098-2449, Smáratorgi 3, 201 Kópavog, er endurskoðunarfélag Festi hf. frá og með fjárhagsárinu 2019. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, kt. 091176-3199 og Pétur Hansson, kt. 130382-4609, endurskoða og/eða árita árs-/árshlutareikninga félagsins fyrir hönd Deloitte ehf. Þeir eru meðlimir í Félagi löggiltra endurskoðenda.

Engin hlutabréf útgefin af Festi eða tengdar afleiður eru í eigu Deloitte ehf. eða fulltrúa þeirra sem annast endurskoðun félagsins.