Við erum leiðandi, traust og sjálfbær.
Við aukum virði, ánægju og lífsgæði.
Hlutverk
Hlutverk Festi er að stýra fjárfestingum, styðja við verðmætasköpun og skapa ný tækifæri.
Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á hvert á sínum markaði; matvöru-, raftækja-, lyfja- og heilsuvöru-, eldsneytis-, raforkusölu- og þjónustustöðvamarkaði. Fasteigna- og vöruhúsarekstur og kaup og sala verðbréfa er einnig hluti af starfsemi samstæðunnar.
Móðurfélagið Festi á dótturfélögin Krónuna sem rekur samnefndar matvöruverslanir, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Lyfju sem starfrækir 45 apótek og útibú, Yrkir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.
Meginhlutverk móðurfélagsins gagnvart rekstrarfélögunum er þríþætt:
- Stýra fjárfestingum
- Skapa ný tækifæri.
- Styðja við verðmætasköpun
Skipurit