Stefna fjárfestatengla

1. Markmið

Markmið fjárfestatengsla Festi (fyrirtækið) er að veita markaðnum upplýsingar þannig að hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspegli ávallt gangvirði fyrirtækisins. Til að ná því markmiði er stefnt að því að veita fjárfestum og greiningaraðilum nákvæmar fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar á réttum tíma.

Markmiðið er að gefa upp fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar og veita fjárfestum og greiningaraðilum nauðsynlega innsýn til að mynda faglegt álit á fyrirtækinu og horfum þess.

Fyrirtækið fer að gildandi lögum og kröfum samkvæmt reglum og leggur viðeigandi upplýsingar fram með tilkynningum til NASDAQ OMX Iceland.

Fyrirtækið hvetur greiningaraðila til að fjalla um fyrirtækið.

2. Starfsemi og þjónusta

Til að uppfylla þau markmið fyrirtækisins sem sett eru fram í 1. hluta miða fjárfestatengsl fyrirtækisins að því að tryggja vitneskju fjárfesta um fyrirtækið og viðskiptaþjónustu þess og horfur.

Fyrirtækið leggur ársfjórðungslegar niðurstöður fram á fundi með fjárfestum, greiningaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum, einum eða tveimur virkum dögum eftir að ársfjórðungsuppgjör er birt.

Allar tilkynningar eru birtar á heimasíðu fyrirtækisins og gegnum viðurkennt dreifingartæki.

Fjármálastjórinn er helsti tengiliður fyrir fjárfesta og greiningaraðila, en forstjóri tekur þátt í samræðum við fjárfesta eins og nauðsynlegt og viðeigandi er.

Fjármálastjórinn er aðili að framkvæmdastjórn fyrirtækisins og ber ábyrgð á fjárfestatengslum, eins og:

- Að tryggja að farið sé að ákvæðum laga og krafa samkvæmt reglum

- Stefnu fyrir fundi með fjárfestum og greiningaraðilum

- Efni fjárfestatengslahlutans á heimasíðu fyrirtækisins

3. Framkvæmd fjárfestatengsla

3.1 Ráðgjöf

Yfirleitt veitir fyrirtækið ráðgjöf um almanaksárið, framvindu starfseminnar og rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Ráðgjöfin er uppfærð ársfjórðungslega þegar ársfjórðungsreikningar eru lagðir fram á verðbréfamarkaðnum.

Fyrirtækið býður ekki upp á neinar staðfestingar eða lætur neitt uppi um líkurnar á því að ráðgjöf rætist. Fyrirtækið lætur heldur ekki neitt uppi um líkurnar á að það mæti áætlunum greiningaraðila. Þetta á við um öll stig hins ársfjórðungslega skýrslugjafarferlis.

3.2 Þögult tímabil

Litið er á tímabilið frá lokum ársfjórðungslegs skýrslugjafarferlis til útgáfudags ársfjórðungsskýrslu sem þögult tímabil. Meðan á því tímabili stendur eiga engar stórar samræður við fjárfesta og greiningaraðila sér stað.

3.3 Umsagnir um viðkvæma atvinnustarfsemi, sveiflur í hlutabréfaverði o.s.frv.

Fyrirtækið fylgir þeirri stefnu að láta ekki í ljós viðkvæmar upplýsingar um sölu, starfsmenn, fyrirtækjaþróun og önnur viðskiptatengd mál sem geta haft áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins nema slíkrar upplýsingagjafar sé krafist skv. lögum.

Fyrirtækið gefur ekki umsögn um hreyfingar á hlutabréfaverði eða umfang verslunar og segir almennt ekki neitt um sögusagnir eða tilgátur.

3.4 Samskipti við greiningaraðila

Ef fyrirtækið fer yfir skýrslur sem greiningaraðilar eða aðrir birta þá verða umsagnirnar takmarkaðar við eftirfarandi:

- Leiðrétt söguleg gögn ef þess er þörf

- Almennar upplýsingar um rekstrarumhverfi fyrirtækisins

- Nauðsynlegar athugasemdir um upplýsingar sem þegar hafa verið birtar

3.5 Viðurkenndir talsmenn

Forstjóri og fjármálastjóri hafa heimild til að eiga samskipti við fjárfesta. Aftur á móti getur viðurkenndur talsmaður útnefnt aðra starfsmenn fyrirtækisins til að svara ákveðnum fyrirspurnum, þegar við á. Fjárfestar ættu ekki að reiða sig á yfirlýsingar frá öðrum en viðurkenndum talsmönnum eða einstaklingum sem þeir hafa útnefnt. Fyrirspurnum skal beina til fjarfestatengsl@festi.is.