Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Festi er launastefna og gildir fyrir allt starfsfólk.

Jafnlaunastefnan er til að gæta jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk fái greidd jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kynjum. Hún er einnig órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu.

  • Starfrækt er jafnlaunakerfi í samræmi við jafnlaunastaðli ÍST 85, ásamt lagalegum og öðrum skilgreindum kröfum
  • Jafnlaunaviðmið ákveða launabil fyrir skilgreint starf, þau eru málefnaleg og fela hvorki í sér beina né óbeina mismunun
  • Allar launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar
  • Jafnlaunastefna og -markmið eru rýnd árlega í rýni stjórnenda

Framkvæmdastjórar og stjórnendur FESTI  bera ábygð á að stefnunni sé framfylgt. Mannauðsstjóri hefur eftirlit með og ber ábyrgð á stöðugum úrbótum og að jafnlaunastaðli sé framfylgt .